03.07.1914
Sameinað þing: 2. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í B-deild Alþingistíðinda. (15)

Prófun fjögurra kjörbréfa

Framsögnmaður (Einar Arnórsson):

Nefndin hefir rannsakað kjörbrjefin og ekki fundið neitt við þau að athuga. Þó hefir forminu verið ábótavant að sumu leyti, og skírskotar nefndin til athugasemda háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.), sem fram komu á síðasta fundi. Auk þess hefir þess ekki verið getið í kjörbrjefi þm. Barðstr., (H.K.) hve lengi kosningin gildi, en þar sem ákvæðið um það atriði er annarsstaðar að finna, þykir nefndinni ekki ástæða til að gjöra frekara úr því.

Tillaga nefndarinnar er því, að öll kjörbrjefin verði tekin gild.