21.07.1914
Efri deild: 14. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 339 í B-deild Alþingistíðinda. (1831)

72. mál, hlutafélagsbanki

Júlíus Havsteen:

Jeg gat vel gengið að því í nefndinni, að miða seðlaútgáfurjettinn við viðskiftaþörfina, en binda hann ekki við tiltekna upphæð. Aftur óskaði jeg, að baukinn mætti gefa út 3 milj. kr. í seðlum umfram málmforða, eða að minsta kosti 2½ milj. kr. Jeg get sannarlega ekki sjeð, hvað getur verið því til fyrirstöðu að veita þenna rjett. Alt af heyrist hrópið um meira fje, um meira veltufje, um meira gull í landið. En hvað verður svo, þá er kostur er á meira veltufje? Þá er reynt að hindra það. Jeg kann illa slíku ósamræmi milli orða og athafna. Landsbankinn hefir líka gagn af frv., ef það verður að lögum. Ef hann vantar seðla, verður hann að fá þá frá útlöndum. En það er dýrt að fá þá þaðan. Af því leiðir hækkun á diskonto, svo að peningar verða mönnum hjer dýrari en annarsstaðar.

Jeg get fullvissað háttv. deildarmenn um, að Íslandsbanki hefir gjört mikið gagn. Honum eigum við þakka, að botnvörpuveiðar vorar nú eru komnar í það horf, sem nú eru þær. Það er satt, að hann hefir skaðast á hlutafjelaginu P. J. Thorsteinsson & Co., en slíkt stendur til bóta og getur hent hvern banka sem er. Minna má og á, að margir Íslendingar hafa mikið gagn haft af því tje, sem farið hefir forgörðum við þau viðskifti.

Þá kem jeg að því, að háttv. framsm. (K. D.) talaði um, að landssjóður bæri ábyrgð á seðlunum. Hvar stendur það? Vill háttv. framsm. sýna mjer það? Það stendur hvergi. Jeg skil ekki hvernig stendur á, að hann segir þetta. Jeg verð að biðja háttv. deildarmenn að leggja ekki trúnað á þessi ummæli. Þau eru ekki á neinum rökum bygð.

Þar sem háttv. framsm. mintist á, að eftirlit myndi ekki vera gott með bankanum, þá þakka jeg fyrir „complimentin“, að svo miklu leyti sem það nær til mín, er verið hefi annar endurskoðandi í 10 ár. Reikningsfærsla hefir þar alt af verið mjög góð, og háttv. 2. kgk. (E. B.) sagði í nefndinni, að hún væri fullkomnari þar en í Landsbankanum. Verð á hlutabrjefum hefir að visu verið lágt, en það stafar sjer í lagi af því, að rógur hefir. verið borinn út í Kaupmannahöfn um bankann út af slysi því, sem vildi til með. P. J. Thorsteinsson & Co.

Jeg get ekki sjeð annað en að það sje til gagns, að seðlaútgáfurjetturinn sje aukinn um 2½ milj. kr. að minsta kosti. Nú standa hjer til ýms framfarafyrirtæki, hafnargjörð við Reykjavík o. fl., svo að þörf er á miklu veltufje í landið.

Ef til vill ber jeg upp brtt. við frv. við 3. umr.