10.07.1914
Efri deild: 5. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í B-deild Alþingistíðinda. (1901)

17. mál, bann gegn útflutningi á lifandi refum

Magnús Pjetursson:

Jeg vil styðja að því, að þetta frumvarp nái fram að ganga. Í mínu kjördæmi er tófueldi talsverð atvinnugrein. Þar er að vísu ekki tófuklak, en tófueldi allmikið, og jeg vil benda á það, út af því, sem háttv. þm. Seyðf. (K. F.) sagði, að tófueldi þarf alls ekki að fara eflir landsháttum. Menn í mínu kjördæmi eru farnir að ala tófur í húsum og gefst það oftast vel, og jeg hefi spurnir af að hið sama sje að fara í vöxt víðar um land. Og að ala tófur í húsum er þó ekkert bundið við staðhætti. Tófueldi er altaf að færast í vöxt, svo að jeg óttast ekki, að samkepnin verði ekki nóg, þótt útlendingar gangi frá.