30.07.1914
Sameinað þing: 3. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 22 í B-deild Alþingistíðinda. (2077)

102. mál, handbært fé landssjóðs komið í gull

Björn Kristjánsson:

Jeg skal benda á það, að nefndin hagaði tillögu sinni eins og hún er, af því að hún gjörði ráð fyrir, að svo gæti farið, að Ísland yrði útilokað frá póstsambandi við önnar lönd. Það er satt, að ef sambandið helst, þá duga ávísanir á erlenda banka. Færi svo að sambandið slitnaði, þá væri og loku skotið fyrir að ávísanir kæmu að haldi, og hvaðan ætti þá að taka borgunina fyrir forðann, sem gjört er ráð fyrir að landsstjórnin eigi að annast um kaup á? Því áleit nefndin nauðsynlegt að koma með tillöguna þannig orðaða sem hún er; vill hún með því reyna að tryggja að landsstjórnin hafi fyrirliggjandi nokkurn gjaldeyri í gulli til að grípa til, ef annað þrýtur. Það dettur engum í hug, að landsstjórnin eigi að fara að skerða nauðsynlegan gullforða Íslandsbanka; svo að alt tal um það er hreinasti óþarfi.