02.08.1914
Neðri deild: 31. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 485 í B-deild Alþingistíðinda. (540)

108. mál, Norðurálfuófriðurinn

Ráðherra (S. E.):

Út af fyrirspurn háttv. þm. Dal. (B. J.) skal eg taka það fram, að eg hefi í dag gert ráðstafanir til þess, að stjórnarskrifstofan í Kaupmannahöfn sími oftar og ákveðnar en hingað til. Hitt, að stjórnarráðið setji sig í samband við skeytaskrifstofu í London, skal eg að sjálfsögðu taka til athugunar.