08.08.1914
Neðri deild: 38. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 682 í B-deild Alþingistíðinda. (691)

72. mál, hlutafélagsbanki

Björn Kristjánsson :

Það er að eins eitt atriði í ræðu háttv. 2. þingm. Arn. (E. A.), sem eg vil gera athugasemd við — það, að Þjóðbankastjórnin hefði ekki lagt áherzlu á, að samræmi væri milli seðlaútgáfu og höfuðstóls, en það var af því, að hún ætlaðist til, að seðlarnir yrði trygðir með 50% í gulli.