21.07.1915
Neðri deild: 12. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 639 í B-deild Alþingistíðinda. (1404)

30. mál, vörutollaframlenging

Matthías Ólafsson:

Jeg stend upp að eins til þess, að gjöra stutta athugasemd við ræðu. síðasta háttv. þm. (B. J.), þar sem. hann sagði, að enginn ræki á eftir oss, til þess að flýta oss.

Þetta er ekki rjett hjá háttv. þingm. Satt er það að vísu, að menn vilja að vjer vöndum oss, en jafnframt að vjer flýtum oss, sem auðið er. Enda er lítið vit í því, að hrúga saman málum sem mest, sama efnis, og láta svo tímann ganga í eilíft rifrildi.

Jeg skal og geta þess, áður en jeg lýk máli mínu, að mjer er, enn sem komið er, ókunnugt um afstöðu nefndarinnar til málsins, en álit þó, að samþykkja mætti, ef til vill bæði frumvörpin.