02.08.1915
Neðri deild: 22. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 860 í B-deild Alþingistíðinda. (1605)

63. mál, Dalavegur

Flutnm. (Bjarni Jónsson):

Jeg tel óþarft að skipa nefnd í þetta mál. Það var hjer til umræðu í þinginu í fyrra, og í þingtíðindunum þá eru prentuð sem fylgiskjöl við nefndarálitið um málið (þgskj. 217.) brjef landsverkfræðingsins, brjef frá sýslunefnd Dalalasýslu og brjef frá stjórnarráðinu, og eru þar saman komin á einn stað öll nauðsynleg gögn málinu. Það er ekki að eins til að tefja málið, að setja það í nefnd, heldur getur það einnig orðið til þess, að tefja fyrir brúarsetningunni, því að fjárveitingin til hennar fellur niður, ef hún verður ekki sett í ár.