16.08.1915
Neðri deild: 34. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 895 í B-deild Alþingistíðinda. (1703)

104. mál, útflutningsgjald

Magnús Kristjánsson:

Það hefir að mestu leyti verið tekið fram, sem jeg ætlaði að segja.

Jeg fór fram á það við hæstv. forseta, að málið yrði tekið út af dagskrá, bæði vegna þess,hve fáliðað er hjer í deildinni, og hins, að jeg bjóst við að fjárlaganefndin væri fús til að taka málið fyrir á ný til frekari íhugunar, eftir því sem ráða mátti af ummælum háttv. framsm. hennar (P. J.). Hæstv. forseti svaraði, að hann myndi ekki taka málið út af dagakrá, nema eftir ósk nefndarinnar.

Nú vil jeg á ný beina þeirri spurningu til formanns nefndarinnar, hvort hann vilji ekki óska, að málið verði tekið út af dagskrá, til þess að vita, hvort ekki geti dregið til samkomulags um það.