04.09.1915
Neðri deild: 51. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 948 í B-deild Alþingistíðinda. (1797)

58. mál, ritsíma og talsímakerfi Íslands

Bjarni Jónsson:

Eftir yfirlýsingu háttv. framsögum. (S. E.) og því, sem hægt var að fá út úr ræðu háttv. 1. þm. Rvk. (S. B.), þegar vefurinn var rakinn utan af henni, þá sje jeg, að mjer hefir verið svarað fullnægjandi. Þessi stöð á ekki að verða til þess að tefja fyrir öflugri stöð, og það er tilætlun nefndarinnar, að stjórnin fari strax að leita samninga við »Mikla norræna« um það, hvernig málinu skuli hagað. Nefndin hefir þá látið ótvíræðlega uppi, að hún er á sama máli sem símanefndin í fyrra. Þetta vildi jeg fá fram. Og þar sem jeg á hinn bóginn sje, að þessi litla stöð getur orðið sjávarútvegi Íslendinga til mikils gagns, þá tek jeg brtt: mína aftur.

Brtt. 764 var of seint fram komin, og afbrigði frá þingsköpum um hana leyfð og samþykt.