13.09.1915
Neðri deild: 59. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1127 í B-deild Alþingistíðinda. (1948)

3. mál, kosningar til Alþingis

Á 59. fundi í Nd., mánudaginn 13. september, var útbýtt

Frumvarpi til laga um kosningar til Alþingis,

eins og það var samþ. við eina umr. í Ed. (A. 937).

Á sama fundi í var frv. tekið til einnar umr. (A. 937, n. 964).

Forseti leitaði leyfis til afbrigða frá þingsköpunum, til þess að mega taka frv. til umræðu þegar í stað, með því að það varð að teljast óhjákvæmilegt, sökum stjórnskipunarlaganna nýju, og voru þau afbrigði viðstöðulaust leyfð af ráðherra, og samstundis samþykt af deildinni einum munni.