09.09.1915
Neðri deild: 55. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1196 í B-deild Alþingistíðinda. (2007)

150. mál, bráðabirgðaverðhækkunartollur

Á 55. fundi í Nd., fimtudaginn 9. september, var útbýtt

Frumvarpi til laga um bráðabirgðaverðhækkunartoll á útfluttum, íslenskum afurðum. (A. 894).

Á 56. fundi í Nd., föstudaginn 10. september, var frv. tekið til 1. u m r. (A. 894, 904, 909).

Forseti leitaði, að fengnu leyfi ráðherra, samþykkis deildarinnar, til þess að málið yrði tekið fyrir, þar sem það var of seint fram komið, svo og um önnur afbrigði, er þurfa þætti til að hraða málinu, og veitti deildin það með öllum þorra atkvæða.