13.08.1915
Efri deild: 31. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 251 í B-deild Alþingistíðinda. (214)

30. mál, vörutollaframlenging

Hákon Kristófersson:

Jeg á hjer viðaukatillögu á þgskj. 306, sem fer fram á, að segldúkur, strigi og fiskumbúðir verði fært undir 2. lið vörutollslaganna, sem er sanngjarnara, en að það sje tollað eins og nú. En bæði með tilliti til þess, að þetta gæti orðið til að vekja óheppilegar umræður um lögin, og ef til vill til þess, að þau gangi ekki fram á þessu þingi, þá leyfi jeg mjer að taka tillöguna aftur, þó jeg álíti, að hún gangi í rjetta átt, einkum þar sem lítil von er til, að hún nái frsm að ganga hjer í heildinni, nje í neðri deild, þó hún kæmist þangað.