26.07.1915
Neðri deild: 16. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 1397 í B-deild Alþingistíðinda. (2162)

42. mál, Möðruvellir í Hörgárdal

Jóhann Eyjólfsson:

Allir vitum vjer það, að þingið getur veitt heimild til að selja þjóðjarðir, en að minni skoðun ætti það að vera undantekningarlaus regla, að veita aldrei slíkar heimildir, þegar sýslunefndir hafa lagt á móti sölu jarða: Eftir hlutarins eðli hlýtur hver sýslunefnd að vita miklu betur um alla málavöxtu en hver einstakur þingmaður; henni er það ljóst hvað vakir fyrir henni í því tilliti, og það er hart og óviturlegt og óviðeigandi, að taka fram fyrir hendur hennar í þessu falli. Af þessari ástæðu vil jeg ekki einu sinni greiða atkvæði með því, að frumv. verði vísað til nefndar, heldur tel jeg rjettast að fella það nú þegar.