17.08.1915
Efri deild: 35. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 313 í B-deild Alþingistíðinda. (337)

12. mál, landhelgissjóður Íslands

Steingrímur Jónsson; Út af orðum hv. framsm. (S. St.) skal jeg geta þess, að jeg var frá upphafi hlyntur því, að togarasektirnar yrðu lagðar í Landhelgissjóðinn, og að því leyti var jeg meðmæltur lögunum frá 1913. En hjer er ekki að ræða um annað en meiningarlaust fikt.