07.09.1915
Efri deild: 54. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 619 í B-deild Alþingistíðinda. (676)

91. mál, Þjóðskjalasafn Íslands

Frsm. meiri hl. (Björn Þorláksson):

Þegar forseti tók af mjer orðið, þá ætlaði jeg að fara að tala um aðalatriðið, um laun landsskjalavarðar Jóns Þorkelssonar, og vænti jeg, að það sje ekki meiðandi.

Mjer telst svo til, að fje það, sem hann fær til umráða sje ár hvert:

Laun hans sem landsskjalavörður 1800 kr.

Til að afrita skjöl hjer innan

lands . . . . . . . . . 600

Fyrir textaútgáfu af Fornbrjefa

safninu, úr landssjóði . . , 800 —

úr ríkissjóði Dana . . . . 800 —

Fyrir að afrita og ljósmynda

skjöl í erlendum skjalasöfn

um . . . . . . . , . 1000 —

Úr sjóði Jóns Sigurðssonar . . 700 —

Fyrir Alþingisbækur . . . . 1000 —

Þetta er alls mikið fje, nemur á milli 6 og 7 þús. kr.

Jeg vil minnast nokkuð nánar á þessa 1000 kr. fjárveitingu til að afrita og ljósmynda skjöl í útlendum skjalasöfnum.

Í áliti fjárlaganefndarinnar er skýrt frá því, eftir umsögn landsskjalavarðarins, að fyrir þennan styrk sjeu afrituð hyllingarskjöl Íslendinga og auk þess fjöldi skjala í X. og XI. bindi Fornbrjefasafnsins, auk þess sem stórmerkileg skjöl hafi verið ljósmynduð, og ljósmyndir sjeu afar dýrar. Þetta mun hafa verið fullnægjandi fyrir nefndina, en það var það ekki fyrir mig. Og það, sem rjeð atkvæði mínu, var það, að jeg þóttist vita, að lítið fengist fyrir þetta fje, nema það sem greitt er annarsstaðar að.

Eins og öllum er vitanlegt, er veitt fje annarsstaðar að fyrir handrit í Fornbrjefasafnið, og því óþarft líka að veita fje í fjárlögunum í því skyni. Og um hyllingareiðana er það vitanlegt, að fyrir þá hefir Sögufjelagið greitt 150 krónur rúmar í ritlaun. Og ljósmyndirnar er ekki getið um að sjeu aðrar en í Alþingisbækurnar, svo þær geta ekki kostað geypiverð.

Þó nú, og við því býst jeg, að talsvert kvarnist utan úr þessu, þá verða þó laun þau, sem landsskjalavörður Jón Þorkelsson hefir, milli 4–5000 kr., auk þess, sem hann með hinum fádæma dugnaði sínum, hefir unnið að útgáfu bóka og búið bækur undir prentun. Má þar sem dæmi benda á hina nafnkunnu æfisögu Jóns rektors Þorkelssonar. Nefni jeg þetta til að sýna, að hjer er ekki um nein sveltilaun að ræða, svo sjerstök ástæða sje til að hækka laun hans nú á þessu þingi, fremur en annara, er líkt stendur á fyrir.

En jeg vil benda á það, að þrátt fyrir það, að maður þessi er mjög duglegur, þá bendir það, hversu mörg járn hann getur haft í eldinum í einu, ekki á það, að starf hans sje mjög erfitt. Enda hefir hann nú fengið sjer fastan aðstoðarmann með sjerstökum launum, sem gjörir það, sem með þarf, að minsta kosti er það svo nú um þingtímann.

Nú hefir nefnd verið sett til að rannsaka öll launakjör embættismanna, og það er ætlast til að hún verði svo snemma komin fram með álit sitt, að stjórnin geti lagt frv. um það fyrir næsta Alþingi. Hvaða ástæða er þá að hrapa að því, að gjöra nú háttv. 6, kgk. þm. (J. Þ.), landsskjalavörðinn, að hálaunuðum starfsmanni? Má það ekki bíða þar til allt málið liggur fyrir og launajöfnuður kemst á um alla embættismenn, er líkt er háttað? Jú, jeg álít það óhætt, því hann hefir nóg að bíta og brenna, að eta og drekka, og jeg hygg að hann gæti frekar miðlað óðrum en hitt.

Mig langar aftur til að fara ögn út fyrir málið, en jeg veit ekki hvert jeg má það fyrir hæstv. forseta. (Forseti : Jeg tek strax orðið af þingmanninum og hann fer út fyrir efnið). Hve oft gjöra þingmenn það ekki óátaldir. (Forseti: Það er tónninn hjá þingmanninum). Jeg skal reyna að hafa mýkri málróm.

Meiri hluti nefndarinnar hjer í deild hefir í nefndarálitinu látið sjer nægja að vitna til álits minni hlutans í máli þessu í hv. Nd., með því að við erum því að öllu samdóma, og vil jeg með leyfi hæstv. forseta lesa upp kafla úr því. Eftir að minni hlutinn hefir viðurkent það, að núverandi skjalavörður hafi sýnt dugnað í því, að auka vöxt og viðgang safnsins, og sje því góðs maklegur, farast honum þannig orð :

„Þrátt fyrir það, að við erum meiri hlutanum samdóma um það, sem að framan er sagt, sjáum við ekki nauðsyn til þess, að gjöra stöðu landsskjalavarðarins að föstu embætti með 3000 kr. launum nú þegar á þessu þingi, og það því síður, sem aðrir starfsmenn við söfn landsins, hafa við sömu eða lík launakjör að búa, en ekki er jafnframt ætlast til umbóta á þeim. Við verðum að álíta, að laun þau, sem landsskjalavörður hefir, sjeu í sjálfu sjer nægileg, því störfunum er svo háttað, að hægt er að hafa jafnframt allmikla aukaatvinnu, sem gefur af sjer tekjur. Þannig hefir núverandi skjalavörður á hendi ýms störf, sem fje er lagt til úr landssjóði, svo sem útgáfu Fornbrjefasafns, Alþingisbóka og ef til vill fleira.

En sú er þó aðalástæðan fyrir því, að við viljum ekki sinna máli þessu í því formi, sem það hefir verið lagt fyrir þingið, að skipuð hefir verið milliþinganefnd, sem nú situr að störfum, og verður að líkindum að miklu leyti búin að ljúka störfum fyrir næsta þing. Það er verkefni þeirrar nefndar, ásamt fleiru, að athuga launakjör allra embættismanna „og annara starfsmanna landssjóðs“ og koma fram með tillögur til nýrrar skipunar á þeim. Við sjáum því ekki ástæðu til, að grípa fram fyrir höndur þessarar nefndar, og fara nú að gjöra breytingu þá, sem farið er fram á í þessu frv., en teljum að sú breyting geti beðið eftir tillögum nefndarinnar, sjáum ekki ástæðu til þess, að gjöra breytingu á embættaskipunum, fyrr en tillögur nefndarinnar eru fram komnar. Sama gildir um aðrar opinberar sýslanir, einkum þær, sem engin knýjandi nauðsyn er fyrir hendi, að því er snertir þá breytingu, sem hjer er ráðgjörð, og opin leið er til viðurkenningar núverandi landsskjalaverði, ef þinginu sýnist ástæða til“.

Jeg verð nú að leyfa mjer að tala í sama tón, þótt sá tónn kunni að mislíka hæstv. forseta.

Jeg þarf ekki að fara mörgum orðum um brtt. hv. 2. þm. G.-K. (K. D.), því í ræðu minni hjer á undan hefi jeg tekið skýrt fram ástæður meiri hlutans. Okkur finst engin ástæða til að gjöra þennan góða mann rjetthærri en alla aðra starfsmenn landsins. Það væri líka að grípa fram fyrir höndur launanefndarinnar, ef nú ætti að fara að hækka laun þessa eina manns, og það tel jeg óviðurkvæmilegt, enda skapast við það nýtt misrjetti og ný óánægja hjá öðrum, sem líkt stendur á fyrir, en eru þó látnir sitja á hakanum, og lítt er slíkt fallið til að auka traust manna á rjettdæmi þingsins eða rjettlæti. Því er það lang skynsamlegast og rjettast, að láta þetta mál bíða, þangað til hin almenna launabreyting kemst á, sem gjört er ráð fyrir að bráðum verði. En ef þetta mál á endilega að ganga fram nú á þingi, þá felli jeg mig vel við 1. brtt. hv. 2. þm. G.-K. (K. D.). Um hinar ætla . jeg ekki margt að segja. Auðvitað er það þó skárra, að launin sjeu að eins færð upp í 2500 kr., en að þau sjeu ákveðin 3000 kr. Tveir hv. þm. hjer í deild hafa fundið ástæðu til að taka það fram, út af því sem jeg benti á, að ýms önnur mál hefðu legið fult svo lengi hjá nefnd, sem þetta, án þess forseti hafi heimtað þau úr nefnd, að þeir hefðu ekki óskað þess, að þau gengju fljótt fram. Jeg vissi það vel, að þau mál mundu ekki talin eins áríðandi af ýmsum, og þetta mál. Og einmitt sá maðurinn, sem hefir ýtt málinu mest fram, er enginn annar en sjálfur landsskjalavörðurinn.

Að endingu óska jeg svo, að málið verði afgreitt með hinni rökstuddu dagskrá, sem forseta hefir þegar verið afhent, og hljóðar þannig:

Í því trausti, að launum fastra starfsmanna við Landsskjalasafnið verði sanngjarnlega skipað með lögum, um leið og nýrri almennri skipun verður komið á launakjör allra íslenskra embættismanna og opinherra starfsmanna, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.