20.08.1915
Efri deild: 38. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 659 í B-deild Alþingistíðinda. (726)

92. mál, fasteignamat

Steingrímur Jónsson :

Jeg álít, að eitt af því besta við þetta frv. sje ákvæðið um að meta skuli allar fasteignir upp á 10 ára fresti. Eins og hv. frsm. (E. B.) benti á í byrjun ræðu sinnar, hefir verð á jarðeignum þessa lands breytst meira síðan 1861 heldur en á öllum. tímanum frá landnámstíð. Þetta er satt og það mun verða svo á næstu áratugum, einkum þegar meta á öll hús á jörðunum. Með því sýnist mjer óhjákvæmilegt, að taka upp í jarðamatslögin ákvæði um hve nær meta skuli á ný. Það hefir gjört mikinn skaða, að við höfum baslast við jarðamatslögin frá 1861, lengur en unt var.

Þá er hin nýungin, að meta skuli húseignir líka. Það hygg jeg að sje nauðsynlegt, því að ekki er hægt að gjöra glöggan greinarmun á húseignum og jarðeignum. Og að meta hús, án þess að meta. lóðirnar með, er meiningarlaust. Þetta er ef til vill breyting á húsaskattslögunum frá 1877, því að samkvæmt þeim hafa húsin verið virt til skatts, án þess lóðin væri talin með. Jeg skal játa, að það er ástæða til að virða hús oftar en jarðirnar, t. d. ef hús er bygt 1921, þá þarf að meta það þegar í stað, og ef húsi er breytt, þarf líka að meta það. En jeg held að rjett sje, að láta aðalmatið fylgja jarðamatinu. Það hefir verið minst á 18. brtt. Mjer finst það ekki undarlegt, þó heimtað sje, að landamerkjabrjef sjeu lögð fram. Það. er fyrirskipað í landamerkjalögunum, sem nú eru orðin nokkuð stálpuð, að þau skuli vera til, og jeg sje ekki hvernig á að meta. jörð, ef ókunnug eru landamerki hennar. Jeg vil því biðja nefndina að athuga vel, hvort það þarf að nema þetta burtu. Mjer finst að jarðamat, sem ekki er bygt á ákveðnum landamerkjum, hljóti að verða á reiki. Og ef um dýrmætar landspildur er að ræða, þurfa merkin að vera fast ákveðin. Það er rjett, að enn eru ekki landamerkjabrjef til fyrir allar jarðir, en spursmál er, hvort það á að draga það lengur,. að þau sjeu gjörð.