09.08.1915
Efri deild: 27. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 720 í B-deild Alþingistíðinda. (821)

44. mál, fuglafriðun

Ráðherra:

Jeg læt mig litlu skifta, þó að frv. þetta nái ekki fram að ganga, en jeg vildi að eins gjöra stutta aths. við ræðu háttv. þm. Ísaf. (S. St.). Jeg tel það ekki rjett, að með þessu frv., þó að lögum verði, sje æðarfuglinn ófriðaður, því að í fyrirsögn frv. segir, að þau sjeu breyting á lögum nr. 59, 10. nóv. 1913, en aftur eru lög nr. 58 frá sama ári og degi, látin standa óhögguð. Þótt lögunum nr. 59 sje breytt, og drepa megi hrafna og uglur, þá standa lög nr. 58, 10. nóv. 1913, um friðun æðarfugla alveg óhögguð.