12.01.1917
Neðri deild: 25. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 214 í B-deild Alþingistíðinda. (296)

45. mál, verðlaun fyrir útflutta síld

Framsm. (Matthías Ólafsson):

Jeg verð að segja það, að jeg tel vafasamt, að leyfilegt sje að bera þessa rökstuddu dagskrá undir atkvæði. Þetta er önnur rökstudda dagskráin, sem gengur út á hið sama í sama málinu. Auk þess má ekki fresta þessu frv., þar sem frv. um útflutningsgjaldið er samþykt.