27.12.1916
Neðri deild: 6. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 253 í B-deild Alþingistíðinda. (336)

11. mál, vátrygging sveitabæja og annarra húsa í sveitum

Sigurður Sigurðsson:

Jeg vildi leyfa mjer að skjóta því til hv. flutnm. (Sv. Ó.) og nefndarinnar, sem væntanlega fær þetta mál til meðferðar, hvort ekki muni ástæða til að athuga fleira í þessum lögum, en gjört er í þessu frv.

Jeg er sammála háttv. flutnm. um það, að ein ástæðan til þess hve illa hefir gengið að koma þessum lögum í framkvæmd, sje sú, að ekki hefir fengist vátrygt nema 2/3 af verði bæjarhúsa. En svo hefi jeg einnig orðið var við aðra ástæðu, og hún er sú, að lögin leggja mikla vinnu á herðar hreppsnefnda, einkum oddvita þeirra, og það án þess, að þeir fái þá borgun í staðinn, sem svarar til þeirrar vinnu, sem þeir verða að bæta á sig vegna laganna.

Jeg er viss um að þetta hefir valdið talsverðu um það, hve illa hefir gengið að koma lögunum í framkvæmd.

Nú vil jeg leyfa mjer að skjóta því til háttv. nefndar, sem þetta mál fær til meðferðar, að hún reyni að lagfæra þetta á þann bátt, að líklegt sje, að hreppsnefndir fremur finni hvöt hjá sjer til að koma lögunum í framkvæmd, en að leggja stein í götu þeirra.