23.12.1916
Neðri deild: 5. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 469 í B-deild Alþingistíðinda. (541)

9. mál, landssjóðsverslunin

Þorleifur Jónsson:

Jeg villeyfa mjer að minnast á eitt atriði í sambandi við þessa tillögu, sem er það, að mjer er óljóst, hverjum hefir verið gjörður kostur á að kaupa landssjóðsvörurnar, hvort heldur einstökum kaupmönnum eða sýslufjelögum og sveitarfjelögum. Þar sem jeg þekki til, hafa menn haldið, að eingöngu kaupmönnum væri gefinn kostur á að kaupa. En þar eð landið leggur fram fje til þessara kaupa, þá finst mjer, að almenningur ætti að fá að njóta góðs af viðskiftunum, ef um einhvern hag væri að ræða. Af því að þetta atriði gæti haft þýðingu fyrir málið, væri mjer kært að heyra skýringu á því.