27.12.1916
Neðri deild: 6. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 559 í B-deild Alþingistíðinda. (637)

Vinnubætur

Á 6. fundi í Nd., miðvikudaginn 27. desember, eftir að lokið var dagskrá, ljet forseti þess getið, að þrjár fastanefndir deildarinnar, fjárhagsnefnd, landbúnaðarnefnd og allsherjarnefnd, hefðu ekki enn vitjað gjörðabóka sinna, og vakti athygli á því, að bækurnar væru geymdar á skrifstofu þingsins.

Þá skýrði forseti frá því, að lögð væri fram á borð skrifaranna, þingmönnum til afnota, eyðublöð undir

1. Kröfu um nafnakall.

2. Kröfu um að umr. skuli lokið.

3. Beiðni um hlutfallskosningu.

4. Ósk um einfalda dagskrá.

Enn fremur skýrði forseti frá því, að útbýtt væri meðal þingmanna eyðublöðum undir beiðni um að mega taka til máls.