12.01.1917
Efri deild: 20. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 94 í B-deild Alþingistíðinda. (850)

47. mál, bann við sölu og leigu skipa úr landi

Ráðherra Sigurður Jónsson:

Jeg hjelt jeg hefði talað svo skýrt, að óþarfi væri að misskilja mál mitt, og jeg taldi lög þau, er hjer um ræðir, mundu geta að gagni orðið, ef í nauðir ræki með skip til millilandaflutninga. Pappír sá, sem lögin eðlilega útheimta, getur því borgað góða vexti og alveg óþarfi að telja frv. þessu, frekar en svo mörgum öðrum, það til foráttu að undantekningar eru heimilaðar.