29.12.1916
Efri deild: 9. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 187 í B-deild Alþingistíðinda. (983)

Þinglenging

Forseti:

Jeg gjöri hæstvirtri Ed. hjer með kunnugt, að ráðherra hefir tilkynt mjer, að hann með leyfi Hans Hátignar konungsins hafi framlengt Alþingi til 10. janúar. Jeg vil því skora á háttv. þm. að gjöra alt, sem hægt er til þess, að þingvinnan gangi sem greiðast, svo að eigi þurfi að lengja þingtímann frekar.

Til næsta dags liggur ekkert fundarefni fyrir, en jeg mun annast um að dagskrá verði auglýst í tæka tíð, enda mest um vert, að þm. hafi sem best næði til að hugsa um þingmálin, og vinna að þeim, áður en þau koma til umræðu og atkvæða á þingfundum.