04.09.1917
Efri deild: 47. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1323 í B-deild Alþingistíðinda. (1099)

72. mál, hagnýt sálarfræði

Hannes Hafstein:

Mjer er engin launung á því, að jeg er fylgjandi þessu frv., álít, að það sje mjög sanngjarnt, sem það fer fram á; jeg skil einnig hv. nefnd svo, að hún sje fylgjandi því, sem frv. vill vera láta, en finnist hins vegar ekki tími til þess nú; skírskotar hún til þess, að skólum muni lokað nú, samkvæmt tillögu, sem fram er komin um það í háttv. Nd.

Það er auðvitað engin þörf á að auka kenslukrafta Háskólans, ef svo fer, að honum verður lokað næsta vetur, en það er engin vissa fyrir því, að svo fari, og jeg hygg, að það muni jafnvel ekki fást næg atkvæði fyrir því hjer í háttv. deild að loka Mentaskólanum. En með því að það mál er ekki á enda kljáð, vil jeg leggja til, að þessu máli verði frestað, og skora á hæstv. forseta að taka það út af dagskrá og taka það eigi á hana fyr en menn vita, hvernig rætist úr um kolin.