14.09.1917
Efri deild: 57. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1852 í B-deild Alþingistíðinda. (1799)

54. mál, húsmæðraskóli á Norðurlandi

Frsm. (Eggert Pálsson):

Nefndin, sem hafði þetta mál til meðferðar, athugaði það aftur, eftir að það kom frá háttv. Nd. En hins vegar hafði hún ekki tíma til, nje áleit nauðsynlegt, að gefa út framhaldsnefndarálit. Er mjer er óhætt að segja, að nefndin telur rjett, að háttv. deild gangi að frv.

Að vísu hafa verið gerðar 3 breytingar á frv. í Nd. Í fyrsta lagi, að í staðinn fyrir »við Eyjafjörð« komi í grend við Akureyri. Sömuleiðis hefir þeirri athugasemd verið hnýtt við 2. gr., að búskapur skuli rekinn í sambandi við skólann. Loks er 3. brtt. sú, að í staðinn fyrir 24 heimavistir komi 40 heimavistir. Aðrar breytingar eru ekki sýnilegar á frv. En nefndin taldi þessar breytingar ekki svo stórvægilegar, að þær gætu verið henni þyrnir í augum, og hún væntir, að þær vaxi ekki heldur háttv. deild í augum.