07.08.1917
Efri deild: 24. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1893 í B-deild Alþingistíðinda. (1893)

91. mál, manntal í Reykjavík

Flm. (Kristinn Daníelsson):

Athugasemdir eða breytingar hafa engar komið fram við frv. þetta. Hæstv. forsætisráðherra gerði að vísu stutta athugasemd um það, hvort bærinn skyldi láta hagstofuna fá eftirrit af manntalinu ókeypis, eða landssjóður borgaði það. Jeg fann ekki ástæðu til að koma með brtt. um þetta atriði, því að ef hæstv. forsætisráðherra vill gera breytingu, þá er opin leið til þess fyrir hann í háttv. Nd., þegar málið kemur þangað. Vil jeg svo leyfa mjer að óska þess, að frv. fái fram að ganga.