20.08.1917
Neðri deild: 38. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1932 í B-deild Alþingistíðinda. (1973)

118. mál, Ræktunarsjóður Íslands

Frsm. (Einar Árnason):

Jeg get verið stuttorður.

Þetta frv. hefir gengið gegnum háttv. Ed. Það felur í sjer breyting á ræktunarsjóðslögunum, sem ekki er stórvægileg, að eins sú, að í stað þess, að eftir núgildandi lögum má verja nokkrum hluta vaxtanna til lífsábyrgðarkaupa, til tryggingar lánum, er nú farið fram á, að nokkrum hluta vaxtanna verði varið til að styrkja Búnaðarfjelag Íslands til kaupa, tilrauna og útbreiðslu landbúnaðarverkfæra. Þessi ákvæði um styrk til lífsábyrgðarkaupa hafa lítið verið notuð og því orðið að litlu gagni, og því er þessi breyting komin fram. Það má telja víst, að vextirnir muni koma landbúnaðinum að meira liði á þann hátt, sem frv. fer fram á að verja þeim, því að vafalaust er hjer um framtíðarmál og nauðsynjamál að ræða, með því að vjelar ryðja sjer nú mjög til rúms í búnaði.

Landbúnaðarnefndin mælir því með, að frv. gangi fram óbreytt.