24.08.1917
Efri deild: 38. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1955 í B-deild Alþingistíðinda. (2000)

128. mál, stofnun landsbanka

Kristinn Daníelsson:

Jeg vil gera örstutta grein fyrir atkvæði mínu í þessu máli.

Jeg ljet uppi þá skoðun við 2. umr. málsins, að jeg hefði verið hikandi við frv. og áskildi mjer þá tíma til umhugsunar. Jeg ljet þá í ljós, að mjer þætti eðlilegast, að breytingin, sem frv. fer fram á, yrði samferða gagngerðri breytingu á stjórnarfyrirkomulagi Landsbankans, sem færi í þá átt að efla hann og styrkja.

Síðan hefi jeg hugsað mikið þetta mál, og niðurstaðan hefir orðið sú, að jeg treysti mjer ekki til að fylgja frv. Sú ástæða, sem tilfærð hefir verið fyrir nauðsyninni á breytingu stjórnarfyrirkomulags bankans, að honum sje stjórnað af settum mönnum, er nú úr sögunni, þar sem sá maður tekur nú aftur við stjórninni, er hafði hana áður á hendi og naut þá fylsta trausts.

Jeg mun greiða atkvæði með brtt., er gera frv. aðgengilegra; en jeg er mjög á móti brtt. háttv. þm. Ak. (M. K.); mjer finst þær með öllu óþarfar, því að þær fara fram á, að feldar sjeu hinar brtt. Og mjer virðist algerlega óþarft, ef ekki óþinglegt, að bera fram slíkar brtt. Og þar sem þessar brtt fara fram á, að feldar sjeu brtt., sem gera frv. að ýmsu leyti aðgengilegra, mun jeg greiða atkv. á móti þeim.