04.07.1917
Neðri deild: 2. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 625 í B-deild Alþingistíðinda. (203)

3. mál, fjáraukalög 1916 og 1917

Fjármálaráðherra (B. K.):

Eins og jeg mintist á um fjárlögin eru um 60 þús. kr. þegar greiddar af fjárupphæð þessara laga.

Vegna breyttra kringumstæðna munu útgjöldin vera fullhátt áætluð. Má búast við, að 2 liðir verði lægri, og jafnvel að annar falli alveg burt. Meira hefi jeg ekki um frv. þetta að segja, og leyfi mjer að vísa til frv. sjálfs og athugasemdanna við það. Jeg býst við, að allir sjeu sammála um að vísa þessu frv. til fjárveitinganefndar og fresta umræðunni.