07.09.1917
Neðri deild: 54. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2164 í B-deild Alþingistíðinda. (2242)

161. mál, uppeldismál

Flm. (Bjarni Jónsson):

Mætti jeg spyrja háttv. flutningsmenn dagskrárinnar, hvers vegna þeir vilja ekki lofa tillögunum að koma til atkvæða. Önnur till. fer fram á nefnd í málið, en dagskráin ætlast til, að málinu sje jafnfljótt lokið. Er þá atkvæðagreiðsla um till. núna eða dagskrána sama sem atkvæðagreiðsla um, hvort heimila skuli stjórninni fje til þessarar rannsóknar eða ekki. Er það ekki rjett skilið ?