06.07.1917
Neðri deild: 4. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 9 í C-deild Alþingistíðinda. (2419)

20. mál, sala þjóðgarða, sala kirkjujarða

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg get verið mjög stuttorður um þetta frv. Ástæðurnar fyrir því eru teknar fram í athugasemdunum, sem til er vísað. Ástæðan til þess, að stjórnin hefir ekki notað heimildina nú í vetur, er sú ein, að henni sýnist peningaverð mjög óvíst. Og það er ekki einungis óvíst nú, heldur er það skoðun margra, að eftir stríðið muni það verða mjög óvíst á móts við fasteignir, sem taldar eru ábyggilegastar. Mun enginn geta gert sjer í hugarlund, hvernig peningaverð verði eftir ófriðinn. Hjer í frv. þessu er farið fram á, að frestað verði sölu þjóðjarða og kirkjujarða þangað til stríðið er úti, eða fyrst um sinn til loka ársins 1919. Því skal jeg ekki neita, að sú hugsun liggur á bak við, að þingið taki til íhugunar, hvort ekki sje rjett að hætta að selja landssjóðsjarðir og breyta ábúðarskilmálunum í erfðafestuskilmála eða tryggja ábúð leiguliða á einn eða annan hátt. Nú er um þetta eitt að ræða, hvort hv. deild sýnist ekki ástæða til að láta vera að selja um sinn. Vænti jeg, að þetta frv. fái að ganga til landbúnaðarnefndar til að verða íhugað þar, og sje ekki ástæðu til að ræða það frekar nú.