27.08.1917
Neðri deild: 44. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 708 í C-deild Alþingistíðinda. (3002)

124. mál, löggæsla

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg ætla ekki að fara að svara hv. þm. Stranda. (M. P.) nje ræða þetta mál. Það getur vel verið nokkur ástæða fyrir frsm. fjárveitinganefndar til að vera á móti þessu. Jeg skil það svo, að nefndin ætli sjer að fara aðra leið í þessu efni. En mjer finst þó sjálfsagt að leyfa þessu máli að ganga til 2. umr., hvað sem menn ætla sjer við það að gera síðar. Tilgangurinn er góður, og það hefir mikið til síns máls að fara þessa leið, enda er sjálfsagt að sýna máli, sem kemur frá háttv. Ed., þann sóma að leyfa því að fara til nefndar. Þetta mál var í allsherjarnefnd í Ed., og ætti eins að vera hjer.