18.07.1917
Neðri deild: 13. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 810 í C-deild Alþingistíðinda. (3112)

70. mál, einkasala landssjóðs á kolum

Jörundur Brynjólfsson:

Jeg get að miklu leyti verið. þakklátur hv. fjárhagsnefnd fyrir undirtektir hennar í þessu máli. Enda þótt hún hafi ekki lagt til, að frv. mitt yrði samþykt, þá er afgreiðsla hennar á málinu sú, að jeg má vel við una. Fyrir mjer vakti, að slík stórmál sem þetta væru sem best undirbúin, og þótt jeg flytti frv. til laga um einkasölu landssjóðs á kolum, vjek jeg þó að því, að það frv. skyldi einmitt ekki ganga í gildi fyr en að ófriðnum loknum, svo að stjórnin hefði nógan tíma til undirbúnings. Út af ummælum hv. þm. V.-Sk. (G. Sv.) sje jeg ekki ástæðu til að fjölyrða frekar, því að skoðanir okkar falla saman. Jeg skal því ekki orðlengja meir að sinni.