11.09.1917
Efri deild: 54. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 900 í C-deild Alþingistíðinda. (3244)

140. mál, verðlag á vörum

Eggert Pálsson:

Jeg hefi orðið var við það, að frv. eitt, sem afgreitt var fyrir nokkru frá hv. Nd., hefir ekki verið tekið á dagskrá enn í þessari hv. deild. Er því þó ekki um að kenna, að eigi hafi verið nægur tími til þess. Jeg á hjer við frv. á þgskj. 490, um heimild fyrir landsstjórnina til þess að skipa nefnd til að ákveða verðlag á vörum. Jeg er þessu frv. mjög hlyntur og vildi óska, að það næði fram að ganga. Nú sje jeg, að það er ekki á dagskrá á morgun. Ekki veit jeg, hvað drætti þessum veldur. Frv. var afgreitt frá hv. Nd. 17. ágúst, og nefndaráliti um það útbýtt hjer í háttv. deild. 29. s. m. Mun ekki ósennilega liggja næst að ætla, að það stafi af vangá forseta eða gleymsku, sakir annríkisins, að frv. hefir eigi verið tekið á dagskrá, því að varla má gera ráð fyrir, að annað hafi undirbúið. Jeg vil því skjóta því til hæstv. forseta, hvort hann vilji ekki taka það á dagskrá á morgun, þar sem mjer, og meiri hl. hv. Nd., er mjög hugleikið að þessi hv. deild fái einnig að láta í ljós álit mitt á málinu, og annað virðist lítt sæmandi.