06.08.1917
Efri deild: 23. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1340 í C-deild Alþingistíðinda. (3706)

100. mál, úthlutun landsverslunarvara

Kristinn Daníelsson:

Þótt jeg hafi ekkert að athuga við hina rökstuddu dagskrá, og stjórnin hafi játað sig ákveðið með henni, (Atvinnumálaráðh.: Hún hefir ekkert á móti henni), þá álít jeg ekki leyfilegt að enda þessa umræðu með atkvæðagreiðslu, samkvæmt 31. gr. þingskapanna. Slík fyrirspurn er gerð samkvæmt 40. gr. stjórnarskrárinnar, og þar er að ræða um skýrslu, en auðvitað má á þeirri skýrslu síðar byggja ályktun, sem þá verður að koma fram sem sjerstakt þingmál.

Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir, að í þessu megi víkja frá þingsköpunum, samkvæmt 54. gr. þeirra sjálfra. En áður en þessi rökstudda dagskrá er komin fram, verð jeg að álíta, að leita verði afbrigða frá þingsköpunum. Jeg vil ekki láta þessa ógetið, þar sem það er í fyrsta sinni, sem það kemur fyrir í þessari háttv. deild, að umræðum við fyrirspurn sje lokið með atkvæðagreiðslu, því að það mundi verða fordæmi síðar, hvernig með hana er farið.