15.09.1917
Sameinað þing: 7. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2323 í B-deild Alþingistíðinda. (3717)

Verðlaunanefnd gjafar Jóns Sigurðssonar

Guðmundur Björnson:

Jeg vil leyfa mjer að gera háttv. þingheimi kunnugt, að Jón Aðils, sagnfræðingur, hefir látið það í ljós við mig, að hann vill ekki vera í nefnd þessari áfram. Mun hann ætla að koma að ritgerðum sjálfur og beiðist því undan kosningu, svo að hann verði ekki útilokaður frá því.