17.09.1917
Sameinað þing: 9. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2340 í B-deild Alþingistíðinda. (3748)

Þinglausnir

Forseti:

Þetta er hinn síðasti fundur, sem hið háa Alþingi á með sjer að þessu sinni. Jeg vil því eftir venju leyfa mjer að skýra frá störfum þeim, sem það hefir haft með höndum í sumar. Þeim hefir verið svoháttað.

Fundir:

Í neðri deild . . 62

- efri deild ... 59

- samein. þingi 9

Alls . . . 130

Mál:

I. Frumvörp:

Stjórnarfrv. lögð fyrir Nd.. . 14

— — — Ed.. . 10

Þingm.frv. borin fram í Nd.. 87

— — — Ed.. 26

Alls . . . 137

Þar af:

Lög frá Alþingi 67

Feld 35

Vísað til stjórnarinnar . . 9

Tekin aftur 8

Ekki útrædd 18

Alls . 137

II. Þingsályktunartillögur:

Bornar fram 35

Þar af:

Ályktanir afgr. til stjórnarinnar 20

— um skipun nefnda . 3

Till. feldar 6

— tekin aftur ..... 1

— ekki útræddar . . . . 5

Alls . . .35

III. Fyrirspurnir:

Komnar fram 5

Öllum svarað.

Mál til meðferðar alls í þinginu:

Frumvörp 137

Þingsályktunartillögur .... 35

Fyrirspurnir 5

Alls . . . 177

Rökstuddar dagskrár, sem bornar hafa verið fram og skrásettar: 23. Þar af 19 samþyktar og 4 feldar.

Störfum Alþingis er þá lokið að þessu sinni.

Þau hafa nú enn að svo stórmiklu leyti staðið í sambandi við erfiðleika yfirstandandi tíma, að varla má óeðlilegt virðast, þótt þau, fyrir þá erfiðleika alla, hafi minna hrundið áfram til mikilvægra framkvæmda og framfara en ella mundi.

Eitt er þó, sem sjerstaklega verður að minnast á.

Með öllum atkv. hefir Alþingi nú gert þá kröfu, að Íslandi verði ákveðinn fullkominn siglingafáni. Fyrir þann eindregna samhug Alþingis og einnig af öðrum rökum höfum vjer ástæðu til að treysta, og treystum því fastlega, að sú ráðstöfun beri tilætlaðan árangur, þjóðinni til heilla, og mun það þing verða minnisstætt, er því hefir komið til vegar.

Að svo mæltu vil jeg nú að eins árna öllum háttv. þm. heillar heimkomu.

Jeg bið, að drottinn blessi fósturjörðu vora og leiði farsællega gegn erfiðleikunum.

Lifi Ísland!

Tóku þm. undir með ferföldu húrra.