01.08.1917
Neðri deild: 22. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 999 í B-deild Alþingistíðinda. (523)

22. mál, vörutollur

Frsm. (Gísli Sveinsson):

Jeg tel sjálfsagt, að stjórnin hafi sama rjett og aðrir þm. til þess að koma fram með frv. í þinginu. Hins vegar getur það verið nokkuð ankanalegt með ýms mál, sem engan undirbúning þurfa, en koma eigi á undan öðrum frv., sem búið er að leggja fyrir þingið. Þannig var það með þetta mál. Í fjárlögunum eru áætlaðar tekjur þær, sem lög þessi gera ráð fyrir, þótt þau falli úr gildi við byrjun fjárhagstímabilsins. Það virðist vera í hæsta máta óheppilegt að fara þá ekki samtímis fram á framlengingu laganna, eins og vjer þm. áttum von á að gert yrði. Annars kemur þetta í sama stað niður, fyrst að frv. er komið, og er því hægt að sleppa umr. um það atriði.