04.07.1917
Efri deild: 2. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1054 í B-deild Alþingistíðinda. (635)

9. mál, sjúkrasamlög

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg hefi í sjálfu sjer ekkert á móti því, að kosin verði sjerstök nefnd í þetta mál. En mjer hefir skilist svo, að tilgangurinn með fastanefndunum í þingsköpunum væri sá, að komast sem mest hjá lausanefndunum. Hygg jeg, að sparnaðurinn með fastanefndunum verði næsta lítill, ef kjósa á lausanefndir í öll mál, sem samkyns eru að einhverju leyti. Annars skal jeg ekki blanda mjer í það, hvernig háttv. deild fer með þetta, en skil ekki, að allsherjarnefndin geti ekki tekið við málinu.