18.08.1917
Neðri deild: 37. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1062 í B-deild Alþingistíðinda. (664)

9. mál, sjúkrasamlög

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Að eins örfá orð. Nefndin leggur til, að frv. verði samþykt óbreytt. Meining frv. er sú, að reyna að ljetta dálítið á sjúkrasamlögunum, því að það er nú komið í ljós, að hæpið er, að þau beri sig, þótt lögunum hafi verið breytt hvað eftir annað, til að gera þeim það ljettara. Frv. leggur til að hækka lítið eitt gjöldin úr landssjóði til sjúkrasamlaganna, og að nokkuð af þeim kostnaði, er samlögin hafa borgað hingað til, verði ljett af þeim, og í þess stað lagt á fjelagana.