20.07.1917
Neðri deild: 15. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1190 í B-deild Alþingistíðinda. (867)

35. mál, stefnufrestur

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg er alveg samdóma háttv. frsm. (E. A.) um skilninginn á þessu atriði, en verð þó að segja, að mjer hefði fundist rjettara að ganga svo frá frv., að þetta gæti ekki misskilist. Mjer finst, að rjettara hefði verið að tiltaka 2. gr. laga nr. 59, 10. nóv. 1905, og vil skjóta því til háttv. frsm., án þess að jeg geri þetta að neinu kappsmáli.