13.07.1917
Neðri deild: 9. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1207 í B-deild Alþingistíðinda. (887)

37. mál, skipting bæjarfógetaembættisins í Reykjavík

Flm. (Gísli Sveinsson):

Jeg vildi koma með örstutta athugasemd í tilefni af síðustu orðum hæstv. forsætisráðherra. Tvær ástæður liggja til þess, að jeg gat búist við, að stjórnin byggi þetta mál til þings einmitt nú. Bæði er núverandi forsætisráðherra manna kunnugastur þessum hnútum, og svo er embættið laust nú sem stendur. Af þessum ástæðum vonast jeg til, að menn telji ekki sjerlega ósanngjarnt af mjer að búast við, að stjórnin flytti nú frv. samskonar því, sem jeg og fleiri flytja hjer.