06.08.1917
Neðri deild: 26. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1214 í B-deild Alþingistíðinda. (895)

37. mál, skipting bæjarfógetaembættisins í Reykjavík

Forsætisráðherra (J. M.):

Háttv. frsm. (E. A.) segir, að mikil peningaábyrgð muni hvíla á hinum fyrirhugaða dómara í Reykjavík, þar sem hann eigi að vera uppboðshaldari og innheimtumaður uppboðsfjár. Jeg geri ekki mikið úr þessu, því að jeg hygg, að hann muni geta komið sjer undan þeirri ábyrgð, ef hann kýs það. Að öðru leyti er ekki vert að tefja umr. með deilum um það, sem þó verður að teljast fremur aukaatriði í málinu.