25.05.1918
Efri deild: 27. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1018 í B-deild Alþingistíðinda. (1051)

52. mál, rannsókn mómýra

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg vil að eins leggja til, að þingsál.till. þessari verði vísað til bjargráðanefndar að þessari umr. lokinni. Jeg skal geta þess, að í háttv. Nd. eru nýafstaðnar allítarlegar umr. um mál, sem er skylt þessu, sem sje öflun innlends eldsneytis, og það er sameiginlegt við þingsál. þessa og það, að það getur kostað mikið fje, ef rannsókn þessi á að verða að nokkru ráði. Að því má ganga sem vísu. Og stjórnin mun líta svo á, ef till. þessi verður samþykt, sem aðalatriðið sje það, að rannsóknin verði fullnægjandi, án tillits til þess, hvað hún kostar.