12.07.1918
Efri deild: 64. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 304 í B-deild Alþingistíðinda. (120)

4. mál, almenn dýrtíðarhjálp

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg sje ekki ástæðu til að fara að hefja aftur umr. um málið, en vísa til þess, sem jeg hefi sagt áður. Landsstjórnin verður að sníða sjer stak k eftir vexti, og þó að hún gjarna vildi hjálpa betur, þá sjer hún sjer ekki fært að leggja meira fram, enda ætti þessi hjálp að geta komið að allgóðu haldi.