26.06.1918
Neðri deild: 56. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1183 í B-deild Alþingistíðinda. (1278)

106. mál, bráðabirgðalaunaviðbót handa starfsmönnum landssímans

Atvinnumálaráðherra (S. J ):

Það eru að eins fáein orð, í tilefni af ræðu háttv. síðasta ræðumanns (P. O. Jeg vil leyfa mjer að benda á, að málið hefir í raun og veru legið fyrir þinginu, svo sem sjá má af greinargerð fjárveitinganefndar, enda alveg nákvæmlega skýrt frá því, hvernig landssímastjórinn hugsar sjer hækkunina, og er farið eftir því í reglugerðinni, en stundum hefir það verið svo, að slíkar breytingar hefir ekki þurft að bera undir þingið, heldur hefir heimild til þeirra verið í lögunum sjálfum. En stjórnin taldi, að rjettara væri að bera þetta undir fjárveitinganefnd, Og þegar hún svo hefði skilað af sjer málinu, þá væri hægt að leggja það fyrir þingið á eftir.