23.05.1918
Neðri deild: 29. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1260 í B-deild Alþingistíðinda. (1364)

50. mál, kolanám í Gunnarsstaðagróf

Frsm. (Pjetur Jónsson):

Jeg býst nú við, að menn þykist búnir að fá nóg af kolarykinu, svo að jeg skal ekki tala langt mál; jeg skal að eins geta þess, að bjargráðanefnd áleit rjett að styðja að því, að þarna verði reynt kolanám, og vildi hún gera það með því að fallast að nokkru leyti á till. þá, er fyrir liggur frá háttv. Ed. Nefndinni þótti heppilegra að haga svo til, að ákveðnu fjárframlagi væri heitið úr landssjóði, heldur en ákveðnum verðlaunum af hverri smálest, er upp væri tekin. Þetta getur svo hver dæmt um eftir sinni skoðun, og skal jeg ekkert mæla sjerstaklega fram með skoðun nefndarinnar á þessu, en hún bjóst við, að eftir því, sem kolanámið yrði á þessu ári, myndi þetta ekki verða neitt óríflegri styrkur en till. frá Ed. veitir, nje heldur minni en eftir brtt. háttv. þm. Stranda. (M. P ).