31.05.1918
Neðri deild: 36. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1276 í B-deild Alþingistíðinda. (1397)

62. mál, styrkur til að kaupa björgunarbát

Frsm. (Sveinn Ólafsson):

Brtt. á þgskj. 269 er komin fram eftir ósk fjárveitinganefndar, sem batt meðmæli sín með því, að styrkurinn væri veittur, því skilyrði, að hann væri bundinn við bát, sem hefði aðsetur í Vestmannaeyjum. Nefndin hefir því orðið ásátt um að bæta því inn í till.

Hitt atriðið, að báturinn skuli ekki vera nema einn, hefir nefndin ekki sjeð sjer fært að taka til greina, því að við því getur hvorki nefnd nje einstakur maður spornað, ef fleiri vilja upp á sitt eindæmi halda úti slíkum bát. En til þess að fleiri en einn bátur nyti styrks úr landssjóði, þyrfti nýja fjárveitingu, en engum verður bannað að sækja um hana. Jeg hygg, að það sje fullljóst, bæði af áliti sjávarútvegsnefndar og eins af framsögunni hjer í deildinni við síðustu umræðu, að ekki er ætlast til, að styrkurinn sje veittur nema einum bát, Nefndin sjer sjer ekki fært að gera neina breytingu í þessa átt.

Jeg vona, að málið gangi nú slindrulaust gegnum deildina, eins og því er komið, og álít frekari umræður óþarfar.