17.04.1918
Neðri deild: 3. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1387 í B-deild Alþingistíðinda. (1553)

Blaðamannavist

forseti:

Út af erindi frá stjórn blaðamannafjelagsins, dags. 9. þ. m., um að blaðamenn fengju til sinna nota, meðan þingfundir stæðu yfir, herbergið inn af fundarsal neðri deildar, eða helst borð inn í sjálfum fundarsalnum, hafa forsetar samþykt að leyfa blaðamönnum að nota herbergi þetta með skilyrðum, er nánar yrðu tiltekin í brjefi til blaðamannafjelagsins, og enn fremur skyldi blaðamönnum heimil vist í herberginu norður af efri deild, meðan þingfundir stæðu í þeirri deild, en hins synjuðu forsetar, að leyfa blaðamönnum að hafast við í þingsölunum.